Fulltrúar Utanríkisráðuneytisins hafa áhyggjur af því að hugtök á við Iceland disease, Iceland syndrome og Icelandization festi rætur í enskri tungu, sem orð yfir allskonar kreppuvitleysu ef ekki er gripið til samræmdra aðgerða til að sporna við því.
Við gúglun kemur orðið Icelandization upp 42 sinnum, meðal annars í meðförum sagnfræðingsins Erics Hobsbawm, sem fjallar um hvað einsleit samfélög og skýrt afmarkaðar þjóðir séu sjaldgæf: „Even in Iceland, with its 300,000 inhabitants, such uniformity is only maintained by a ruthless policy of Icelandization, including forcing every immigrant to take an ancient Icelandic name.“
A ruthless policy of Icelandization. Nei.
No comments:
Post a Comment