Thursday, October 23, 2008

Nei 9. Búið í bili. Svo er líklega bylting.

Nei 9.

Kæru vinir, takk fyrir að taka dagblaðinu Nei. svona vel. Ég veit það er af þorsta, það er brýn þörf fyrir önnur blöð en þau sem eru gefin út hérna. Þörf –það er beinlínis lífsspursmál núna að við horfumst í augu við ríki sjoppunnar. En það þarf líka að standa öðruvísi að útgáfunni til lengri tíma. Níu nei í bili. Engan veginn nóg.

Sjáumst í byltingunni. Hún verður æði! (Og hver raular ekki með Helga Björns: ef ég nenni …. Er ekki hægt að ráða einhverja Kínverja til að fremja þessa byltingu fyrir okkur? Pólverja? Ha, hefðum átt að hugsa út í það á meðan hér var gjaldeyrir.)

Nei.

1 comment:

Birgitta Jónsdóttir said...

takk fyrir þetta framtak Haukur

er ekki málið að gefa út fjölritað blað? örugglega hægt að fá ódýra laserprentara á brunaútsölum gjaldþrota fyrirtækja...