Dagblaðið Nei

Friday, November 7, 2008

8 nýir blaðamenn



Dagblaðið Nei. kynnir:

NÝTT EFNI

-- Í „Huggun mannkynssögunnar" skorar Þórunn Erla Valdimarsdóttir á Íslendinga að hugsa „í lengri sögulegum hendingum" og takast á við djúpu krísuna sem blasir við okkur: að feisa Ísland sem vanmáttugt þriðja heims ríki.

-- Í þriðja grein sinni um stöðu róttækra vinstriflokka í Evrópu tekur Árni Daníel Júlíusson Frakkland fyrir. Í greininni bregður m.a. trotskíistum fyrir en þeir eru atkvæðamiklir í Frakklandi – bókstaflega, með þónokkuð kjörfylgi.

-- Dagblaðið leggur til styttinguna „héri" svo ræða megi um „héraðslögreglumenn" án þess að brjóta tungur.

Og ef þetta væri nú allt og sumt. Það er ekki af minna stolti sem dagblaðið Nei. kynnir:

NÝTT FÓLK

Átta nýir blaðamenn eru nú að taka til starfa á dagblaðinu Nei.

Blaðamenn Nei.:

Anna Björk Einarsdóttir
Björn Þorsteinsson
Einar Már Guðmundsson
Eiríkur Örn Norðdahl
Ingólfur Gíslason
Kristín Eiríksdóttir
Magnús Þór Snæbjörnsson
og Steinar Bragi Guðmundsson.


Að starfsþjálfun lokinni munu þau öll leggja blaðinu til eftir getu og vonandi fá til baka eftir þörfum. Dagblaðið Nei. hlakkar til að takast á við veturinn í slagtogi við þau – og vonandi marga fleiri.

NÝTT NEI.

Síðast en ekki síst vill blaðið koma á framfæri kærum þökkum til Þórarins Björns Sigurjónssonar og Tómasar Ponzi fyrir frábæran vefnað. Nú er undirstaðan sterk – og yfirbyggingin snotur – á this.is/Nei.

Láttu það ganga.

Nei.

---

Ritstjóri Nei. er Haukur Már Helgason.

Friday, October 31, 2008

Þetter Nei.



Lesandi:
This.is/Nei.

Thursday, October 23, 2008

Nei 9. Búið í bili. Svo er líklega bylting.

Nei 9.

Kæru vinir, takk fyrir að taka dagblaðinu Nei. svona vel. Ég veit það er af þorsta, það er brýn þörf fyrir önnur blöð en þau sem eru gefin út hérna. Þörf –það er beinlínis lífsspursmál núna að við horfumst í augu við ríki sjoppunnar. En það þarf líka að standa öðruvísi að útgáfunni til lengri tíma. Níu nei í bili. Engan veginn nóg.

Sjáumst í byltingunni. Hún verður æði! (Og hver raular ekki með Helga Björns: ef ég nenni …. Er ekki hægt að ráða einhverja Kínverja til að fremja þessa byltingu fyrir okkur? Pólverja? Ha, hefðum átt að hugsa út í það á meðan hér var gjaldeyrir.)

Nei.

Wednesday, October 22, 2008

Nei 8. Icelandization.

Nei 8.

Fulltrúar Utanríkisráðuneytisins hafa áhyggjur af því að hugtök á við Iceland disease, Iceland syndrome og Icelandization festi rætur í enskri tungu, sem orð yfir allskonar kreppuvitleysu ef ekki er gripið til samræmdra aðgerða til að sporna við því.

Við gúglun kemur orðið Icelandization upp 42 sinnum, meðal annars í meðförum sagnfræðingsins Erics Hobsbawm, sem fjallar um hvað einsleit samfélög og skýrt afmarkaðar þjóðir séu sjaldgæf: „Even in Iceland, with its 300,000 inhabitants, such uniformity is only maintained by a ruthless policy of Icelandization, including forcing every immigrant to take an ancient Icelandic name.“

A ruthless policy of Icelandization. Nei.

Monday, October 20, 2008

Sunday, October 19, 2008

Nei 5.

Nei 5.

Saturday, October 18, 2008

Nei 4.

Nei 4.