Friday, November 7, 2008

8 nýir blaðamenn



Dagblaðið Nei. kynnir:

NÝTT EFNI

-- Í „Huggun mannkynssögunnar" skorar Þórunn Erla Valdimarsdóttir á Íslendinga að hugsa „í lengri sögulegum hendingum" og takast á við djúpu krísuna sem blasir við okkur: að feisa Ísland sem vanmáttugt þriðja heims ríki.

-- Í þriðja grein sinni um stöðu róttækra vinstriflokka í Evrópu tekur Árni Daníel Júlíusson Frakkland fyrir. Í greininni bregður m.a. trotskíistum fyrir en þeir eru atkvæðamiklir í Frakklandi – bókstaflega, með þónokkuð kjörfylgi.

-- Dagblaðið leggur til styttinguna „héri" svo ræða megi um „héraðslögreglumenn" án þess að brjóta tungur.

Og ef þetta væri nú allt og sumt. Það er ekki af minna stolti sem dagblaðið Nei. kynnir:

NÝTT FÓLK

Átta nýir blaðamenn eru nú að taka til starfa á dagblaðinu Nei.

Blaðamenn Nei.:

Anna Björk Einarsdóttir
Björn Þorsteinsson
Einar Már Guðmundsson
Eiríkur Örn Norðdahl
Ingólfur Gíslason
Kristín Eiríksdóttir
Magnús Þór Snæbjörnsson
og Steinar Bragi Guðmundsson.


Að starfsþjálfun lokinni munu þau öll leggja blaðinu til eftir getu og vonandi fá til baka eftir þörfum. Dagblaðið Nei. hlakkar til að takast á við veturinn í slagtogi við þau – og vonandi marga fleiri.

NÝTT NEI.

Síðast en ekki síst vill blaðið koma á framfæri kærum þökkum til Þórarins Björns Sigurjónssonar og Tómasar Ponzi fyrir frábæran vefnað. Nú er undirstaðan sterk – og yfirbyggingin snotur – á this.is/Nei.

Láttu það ganga.

Nei.

---

Ritstjóri Nei. er Haukur Már Helgason.

No comments: